Gildi Búseta

Eftirfarandi gildi Búseta voru mótuð af félagsmönnum, starfsmönnum og stjórn haustið 2010 og er ætlað að marka skýran starfsramma um markmið félagsins og

Gildi Búseta

Eftirfarandi gildi Búseta voru mótuð af félagsmönnum, starfsmönnum og stjórn haustið 2010 og er ætlað að marka skýran starfsramma um markmið félagsins og hvernig haga skuli rekstri þess.

Öryggi skiptir máli og er rauður þráður í starfi félagsins. Gildið öryggi hefur margar hliðar og snýr að bæðí félagsmönnum, íbúum og sjálfbærum rekstri félagsins. Allir félagsmenn skulu hafa sömu réttindi. Eigandi búseturéttar getur treyst því að viðhaldsmál  og rekstur félagsins séu í öruggum farvegi jafnt til langs sem skamms tíma. Stjórnendur skulu viðhafa ábyrgan rekstur og aðhaldssemi, nú sem fyrr, með gagnsæi, fyrirhyggju og heiðarleika í fyrirrúmi.

Frelsi er mikilvægur grunnþáttur fyrir félagsmenn. Þar má nefna frelsi til að skipta um húsnæði án mikils kostnaðar, stækka og minnka við sig í takt við breyttar aðstæður og fjölskyldustærð. Þá njóta íbúar frelsis frá áhyggjum og skyndilegum kostnaði vegna ytra viðhalds um leið og húsfélög veita tækifæri til áhrifa á nærumhverfi.

Framsýni er þriðja gildi félagsins og snýr bæði að ábyrgum rekstri sem og uppbyggingu og eflingu félagsins. Stefna félagsins er að fjölga íbúðakostum, stórum sem smáum sem víðast á höfuðborgarsvæðinu. Félagið temur sér vönduð vinnubrögð við hönnun og framkvæmdir þar sem hagkvæmni, gæði og umhverfisvitund haldast hönd í hönd.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér