Fréttir

Kynning og sala á Skógarvegi 16 Aðalfundur Búseta hsf. 2019 Heimasíða Búseta - innganga í félagið Úthlutunarlisti aprílmánaðar Búsetugjaldið í apríl

Fréttir

Kynning og sala á Skógarvegi 16

Miðvikudaginn 8. maí nk. verður haldinn kynningarfundur um nýbygginguna að Skógarvegi 16. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu félagsins í Síðumúla 10 og hefst hann kl. 17:30. Áhugsamir geta skráð sig á fundinn hér SKRÁNING Á KYNNINGARFUND  Sala búseturétta hefst fimmtudaginn 9. maí og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 21.  Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins miðvikudaginn 22. maí, kl. 16. Skógarvegur 16 er 20 íbúða fjölbýlishús neðarlega í Fossvogsdalnum. Íbúðirnar verða ellefu 2ja herbergja og níu 3ja herbergja. Allar íbúðirnar verða með serinngangi af svalagangi, sem er aflokaður að hluta og með stæði í bílageymslu. Lyfta tengir bílakjallara við efri hæðir hússins. Aðal-hönnuður er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar í lok árs 2019. Hér getur þú skráð þig til að fá upplýsingar um verkefni Búseta við Skógarveg 16 í Fossvogsdal Reykjavíkur. Skráðu þig á póstlistann hér http://eepurl.com/ga4dn1 Lesa meira

Aðalfundur Búseta hsf. 2019

Aðalfundur Búseta hsf. Aðalfundur Búseta hsf. verður haldinn fimmtudaginn 16. maí nk. á Grand Hótel, Sigtúni 38, kl. 17:00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins 2. Önnur mál Stjórnin Lesa meira

Heimasíða Búseta - innganga í félagið

Vinsamlegast athugið að verið er að vinna við uppfærslu á heimasíðunni og vegna þess verða tilteknir hlutar af vef Búseta með takamarkaða virkni á meðan. Á það t.d. við um hnappinn Skráðu þig í félagið". Ef þú vilt skrá þig í félagið núna sendu þá tölvupóst með nafni, kennitölu og síma á buseti@buseti.is og þú fært kröfu fyrir inntökugjaldinu í netbanka þinn. Lesa meira

Úthlutunarlisti aprílmánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í apríl. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína. Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð. Lesa meira

Búsetugjaldið í apríl

Af óviðráðanlegum orsökum féll þjónustugjald niður á mörgum greiðsluseðlum í febrúar sl. þegar félagsgjaldið, árið 2019, var innheimt. Þjónustugjald vegna febrúar er því innheimt með búsetugjaldinu nú í apríl á þeim íbúðum þar sem það féll niður. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér