Um Búseta

Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagið var stofnað árið 1983 og býður í dag upp

Hvað er Búseti ?

Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða og er í eigu félagsmanna hverju sinni. Félagið var stofnað árið 1983 og býður í dag upp á rúmlega 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þar af heyra um 200 undir Leigufélag Búseta.

Félagsaðild í Búseta er öllum opin óháð aldri og búsetu. Félagið vinnur að hagsmunum núverandi og verðandi félagsmanna og tryggir umsjón, viðhald, endurnýjun og fjölgun fasteigna með eins hagkvæmum og sanngjörnum hætti og mögulegt er. Til þess að hafa rétt á að sækja um búseturéttaríbúðir þarf umsækjandi að vera félagi í Búseta. Leiguíbúðir Búseta eru hins vegar öllum opnar.

 

Húsnæðissamvinnufélag - hvað er nú það ?

Búseti er samvinnufélag en eðli þeirra er að þau eru í eigu allra félagsmanna og jafnan opin öllum. Í stað þess að ávinningur af rekstri renni til fárra eigenda þá rennur hann til allra notenda, sem jafnframt eru eigendur, í formi veittrar þjónustu og lægri gjalda en ella væri. Markmið félaga geta verið mismunandi en í okkar tilfelli er það að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma sem félagsmenn fá til afnota í ótilgreindan tíma eða eins lengi og þeir vilja. Gjöld taka mið af því að lagt sé til hliðar fyrir viðhaldi. Innra viðhald er þó á ábyrgð íbúanna sjálfra (nánar í viðhaldsbæklingi). Félagið gætir hagsmuna allra félagsmanna, bæði í nútíð og framtíð með sjálfbærni í huga.

Búseti er meðlimur í norrænum samtökum húsnæðissamvinnufélaga. Sjá nánar:  www.nbo.nu

Kennitala Búseta er 561184-0709

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér