Starfsmenn og stjórn

Búseti var stofnaður árið 1983 og hefur það að megin markmiði eins og áður segir að útvega félagsmönnum sínum íbúðarhúsnæði á hagstæðum kjörum. Félagið

Stjórn Búseta

Nafn Starfsheiti Netfang  
Finnur Sigurðsson
Stjórnarmaður

Finnur er félagsmaður og búseturétthafi frá 2003. Finnur er söluráðgjafi á fyrirtækjasviði Nýherja og hefur langa reynslu og þekkingu af upplýsingatæknimálum

Gunnlaugur Magnússon
Varamaður í stjórn

Gunnlaugur er félagsmaður og maki búseturétthafa. Gunnlaugur starfar við bókhald og reikninga hjá Bílanausti.

Helga Egla Björnsdóttir
Stjórnarmaður

Helga er félagsmaður og búseturétthafi frá 2002. Helga er deildarstjóri innan tekjustýringar á Sölu og Markaðssviði hjá Icelandair.  Helga er með B.A. gráðu í Frönsku frá Háskóla Íslands, alþjóðlegt IATA/UFTAA próf og hefur langa reynslu af störfum innan ferðaþjónustunnar.

Hildur Mósesdóttir
Varamaður í stjórn

Hildur er búseturétthafi og fjármálastjóri.

Jón Hreinsson
Stjórnarmaður

Jón er félagsmaður í Búseta. Jón er fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðar Íslands og með langa reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja. Jón Er með B.Sc. próf frá HA og MBA frá HR.

Jón Ögmundsson
Stjórnarformaður

Jón er félagsmaður í Búseta og er hæstaréttarlögmaður og annar eigenda Altus lögmanna slf. Jón er með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands og próf í bandarískum lögum frá háskólanum í Miami (UM). Hann er með lögmannsréttindi í Flórída fylki. Jón hefur langa reynslu af fjölbreyttum lögmannsstörfum innanlands sem erlendis. Á Íslandi hefur Jón mikla reynslu af málum tengdum fasteignum.

Jónína Lárusdóttir
Stjórnarmaður

Jónína er búseturétthafi. Hún er leikskólastjóri með reynslu í rekstri og mannauðsstjórnun auk þess að hafa þróað og rekið gæðakerfi fyrir leikskóla. Jónína er með leikskólakennarapróf frá Háskólanum í Uppsölum, Magister Education frá Kennaraháskóla Íslands og með Master of Business Administration (MBA) próf frá Háskóla Íslands.

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér