Algengar spurningar

Hve löng er biðin eftir íbúðum? Biðtíminn er mjög misjafn. Ef félagsmaður er tilbúinn að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu aukast möguleikarnir og

Algengar spurningar

Hve löng er biðin eftir íbúðum?

Biðtíminn er mjög misjafn. Ef félagsmaður er tilbúinn að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu aukast möguleikarnir og biðtíminn styttist. Ekki er um eiginlega biðlista að ræða og verður hver og einn að fylgjast með auglýsingum og sækja um lausar íbúðir.  Gott er að skrá sig á póstlista félagsins til að fá fréttir.

Hafa einhverjir forgang í búseturéttaríbúðir?

Nei. Félagsnúmerið ræður úthlutun í öllum tilfellum ef um er að ræða sama verðtilboð. Það er ekki er horft til sérstækra aðstæðna við úthlutun og því sitja allir við sama borð. Þegar um mismunandi verðtilboð er að ræða þá fær sá sem býður hæsta verðið í búseturéttinn.

Hvers vegna á ég að kaupa búseturétt í stað þess að leigja?

Meðal kosta við búseturétt er að hann veitir meira öryggi þar sem ekki er hægt að segja íbúa upp. Mánaðargjald er lægra en sé miðað við sambærilega eign sem keypt væri á markaði þar sem það miðast við kostnaðarverð íbúðar samkvæmt reglum félagsins en ekki markaðsverð á leigu. Þá er einnig endursöluáhætta á búseturétti minni en á eignaríbúð og þú nýtur þjónustu félagsins að mörgu er lýtur að viðhaldi.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér