Innri og ytri viðhaldssjóður

Ytri viðhaldssjóður - ytra viðhald Ytra viðhald bygginga er á ábyrgð Búseta. Tæknideild félagsins vinnur eftir viðhaldsáætlunum sem uppfærðar eru á

Innri- og ytri viðhaldssjóður

Ytri viðhaldssjóður - ytra viðhald

Ytra viðhald bygginga er á ábyrgð Búseta. Tæknideild félagsins vinnur eftir viðhaldsáætlunum sem uppfærðar eru á hverju ári í takt við ástand og aldur bygginga. Ytri viðhaldssjóður stendur straum af eftirfarandi meginviðhaldsþáttum:

 • Viðhald og endurnýjun á þaki
 • Viðhald og endurnýjun á ytra byrði húss
 • Viðhald og endurnýjun útihurða
 • Steypuviðgerðir
 • Endurnýjun neysluvatns-, miðstöðvar- og frárennslislagna

Innri viðhaldssjóður - innra viðhald

Innra viðhald er á ábyrgð búseturétthafa og greiðir hann sjálfsábyrgð vegna tryggingatjóna. Honum ber að ganga vel um eignina og tilkynna ef bilana eða tjóns verður vart. Meginreglan er sú að búseturétthafi tekur við íbúð sinni í lagi og skilar henni í lagi. Innri viðhaldssjóður stendur straum af eftirfarandi þáttum:

 • Endurnýjun rafmagnstækja s.s. eldavélar, bakaraofns, helluborðs og gufugleypis. (Ef viðgerð reynist ekki möguleg/hagkvæm)
 • Endurnýjun salernis, baðkars og handlaugar
 • Endurnýjun á vöskum í eldhúsi og þv.húsi
 • Endurnýjun glers í gluggum
 • Vinnu upp að ákveðnu marki við aðstoð íbúa, s.s. vegna uppsetningar á blöndunartækjum
 • Þátttöku í endurnýjun gólfefna

ATH: Efnisval og val tækja er háð samþykki Búseta.

Búseturétthafi greiðir eftirfarandi þætti í innra viðhaldi:

 • Alla málningu innanhúss
 • Innréttingar
 • Hurðir, húna, lamir, skrár og læsingar
 • Viðhald og bónun dúka og flísalagnar
 • Slípun og lökkun á parketi
 • Viðhald raflagnaefnis, fyrir utan víra, öryggi og lekaliða
 • Blöndunartæki, salernisseta, klósettrúlluhaldara og snaga
 • Föst ljós í geymslu, baðherbergi og eldhúsi
 • Viðgerðir á rafmagnstækjum s.s. eldavél, bakaraofni og gufugleypi
 • Slökkvitæki, reykskynjara og dyrasíma í íbúð
 • Hitanema á ofnkrönum
 • Gluggajárn og stormjárn

Hér að ofan er ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ef skemmdir verða á íbúð vegna utanaðkomandi leka greiðir viðhaldssjóður viðgerðina. Sama gildir um leka á baði, nema hann sé vegna vanrækslu íbúa. Íbúi þarf þó ætíð að greiða sjálfsábyrgð.

Innri viðhaldssjóður rúmar ekki endurnýjun íbúðar, en tekur stundum þátt í framkvæmdum með íbúa. Í þeim tilvikum gildir sú meginregla að ekki er greitt fyrr en að framkvæmd lokinni og skoðun hefur átt sér stað. Verk skulu unnin af viðurkenndum fag-mönnum, eða uppáskrifuð af þeim. Ef ráðast þarf í endurnýjun innréttinga er mánaðarlegt búsetugjald endurreiknað og gerður nýr samningur.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér