Viðhald búseturéttaríbúða

Eitt af markmiðum Búseta er að sinna vel viðhaldi íbúða sinna og sýna fyrirhyggju. Þetta er m.a. gert með markvissum viðhaldsáætlunum, sem unnar eru til

Viðhald búseturéttaríbúða

Eitt af markmiðum Búseta er að sinna vel viðhaldi íbúða sinna og sýna fyrirhyggju. Þetta er m.a. gert með markvissum viðhaldsáætlunum, sem unnar eru til nokkurra ára út frá ástandi og aldri bygginga. Í stórum dráttum skiptist viðhaldsábyrgð í þrennt:

Búseti (móðurfélag) ber ábyrgð á ytra viðhaldi

Búseturétthafi (íbúi) ber ábyrgð á eigin íbúð

Búsetufélag (húsfélag) ber ábyrgð á lóð og sameign

Mánaðarlegt búsetugjald innifelur helsta rekstrarkostnað íbúðar, fyrir utan rafmagn. Í sérbýlum er hiti einnig undanskilinn. Hluti greiðslu fer í innri og ytri viðhaldssjóði. Sjóðirnir eru samtryggingasjóðir samkvæmt lögum og eru ekki séreign búseturétthafa. Greitt er úr sjóðunum samkvæmt mati/reglum. Upphæðin sem fer inn í sjóðina miðast við hlutfall af brunabótamati og viðhaldsáætlun og getur hækkað með aukinni viðhaldsþörf og aldri húsnæðis.

Greiðslur í viðhaldssjóði eru jafnan hóflegar en miðað hefur verið við 0,25% af brunabótamati í innri sjóð og 0,5-1% í þann ytri. Búsetufélag (húsfélag) ákveður á húsfundi greiðslur í rekstrarsjóð búsetufélagsins.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér