Innheimtuferlið - vanskil

Ferli vanskila er tvenns konar og fer eftir því hvort um er að ræða búseturéttaríbúð (I) eða almenna leiguíbúð (II). Ef íbúi sér fram á erfiðleika er

Vanskil - innheimtuferlið

Ferli vanskila er tvenns konar og fer eftir því hvort um er að ræða búseturéttaríbúð (I) eða almenna leiguíbúð (II). Ef íbúi sér fram á erfiðleika er mikilvægt að hafa samband við skrifstofu félagsins. Innheimtuferlið ræðst meðal annars af því hversu góðar tryggingar íbúi hefur lagt fram. Möguleikar til samninga ráðast einnig af öðrum skuldbindingum gagnvart félaginu svo sem því hvort íbúi hafi fengið lán fyrir búseturétti, sé í eldri vanskilum eða hefur brotið greiðslusamkomulag sem áður hefur verið gert.

Innheimtuferli félagsins er samkvæmt samningum, samþykktum, lögum og góðum viðskiptaháttum. Ferlið var síðast endurskoðað í janúar 2009 í samræmi við ný lög: 

Við hvetjum íbúa eindregið til að standa í skilum og mælum með greiðsluþjónustu bankanna sem bjóða upp á greiðsludreifingu ef tekjur eru óreglulegar.  Með því sparast stórfé í dráttarvexti og annan innheimtukostnað s.s. lögfræðikostnað. Félagið hefur engar tekjur af innheimtukostnaði og ákvarðar ekki gjaldskrá innheimtufyrirtækja eða lögmanna.

Athugið að vanskil á mánaðarlegri leigu (almenn leiguíbúð) eða á búsetugjaldi  (búseturéttaríbúð)  jafngildir riftun á samningi. Riftun samnings vegna vanskila breytir ekki skuldbindingu íbúa gagnvart uppsagnarfresti og mögulegra skaðabóta.

Athygli er vakin á því að hægt er að greiða inná greiðslukröfu frá og með kröfum fyrir mars 2009 og með því mögulega að lækka innheimtukostnað og dráttarvexti.

I. Ferli vanskila - búseturéttur:

  • Íbúar fá greiðsluseðil/kröfu í heimabanka með gjalddaga 1. hvers mánaðar og eindagi er þann 15.
  • Ef krafan er greidd eftir eindaga (15.) leggjast dráttarvextir ofan á hana frá gjalddaga (1.)
  • Innheimtuviðvörun er send frá banka 16. mánaðar og leggst kostnaður vegna hennar á kröfuna.
  • Ef krafan er ekki greidd innan 34 daga þá fer hún í milliinnheimtu hjá Motus.  Ef hún er enn ógreidd eftir 65 daga þá er hún send í lögfræðiinnheimtu hjá Lögheimtunni.
  • Dæmi: Gjalddagi 1. mars er sendur í lögfræðiinnheimtu þann 5. maí.

Í þessu ferli hefur íbúi í raun tvenn mánaðarmót til greiðslu áður en málið fer í milliinnheimtu og þrenn mánaðarmót þar til málið fer áfram í lögfræðing.
Ef íbúi er að bæta við sig skuld og fyrri mánuður er kominn í lögfræðing fer málið áfram beint í lögfræðing nema að um annað sé samið eða í gangi sé greiðslusamkomulag.

 
II. Ferli vanskila - leiguíbúðir:
 
  • Gjalddagi leigu er 1. hvers mánaðar
  • Eindagi er 7. hvers mánaðar. Ef greitt er eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.
  • Innheimtuviðvörun er send 8. hvers mánaðar og leggst kostnaður vegna hennar á kröfuna.
  • Hafi krafan ekki verið greidd 19. hvers mánaðar fer hún sjálfvirkt í milliinnheimtu hjá Motus með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Möguleiki er að semja um kröfu og dreifa greiðslu.
  • Ef ekki er brugðist við milliinnheimtu þá fer krafan áfram í lögfræðiinnheimtu og riftun leigusamningis 35 dögum frá gjalddaga.

Í þessu ferli hefur íbúi tvenn mánaðarmót áður en málið fer áfram í lögfræðing en einungis 19 daga þar til krafan fer áfram í milliinnheimtu.

 

III. Vanskil og greiðsluerfiðleikar, skuldajöfnun og frysting - sérstakar aðstæður?

Búseturétthafar geta dreift skuld hjá Motus og Lögheimtunni í allt að 6 mánuði frá því hún kemur til viðkomandi innheimtuaðila. Þessi tími styttist sé ekkert gert. Mjög mikilvægt er að staðið sé við það samkomulag sem gert er og ekki bætt við skuldina með nýjum mánuðum.

Leitaðu aðstoðar - Ekki gera ekki neitt !

Mikilvægt er að leita sér aðstoðar með fjármálin. Ekki gera ekki neitt. Hægt er að leita ráða hjá ráðgjöfum bankanna, félagsþjónustu sveitafélaganna o.fl.
 
Heimasíða Motus http://www.motus.is/
 

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér