Uppsögn og skil á íbúð

Uppsagnarfrestur búseturéttaríbúðar er 6 mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við að íbúðin afhendist ekki seinna en 6 mánuðum síðar í góðu

Uppsögn á búseturétti

Uppsagnarfrestur búseturéttaríbúðar er 6 mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við að íbúðin afhendist ekki seinna en 6 mánuðum síðar í góðu ástandi. Uppgjör á búseturétti fer fram 4 vikum eftir að nýr íbúi hefur tekið við íbúðinni hafi engar athugasemdir borist frá nýjum eiganda. 

Búseti leggur áherslu á að ástand íbúða félagsins séu í sem bestu lagi á hverjum tíma. Við endursölu er íbúum gert að fara í gegnum ákveðinn gátlista sem afhentur er við uppsögn sem ætti að tryggja gott ástand. Íbúðirnar eru þó sumar hverjar farnar að eldast og eru því farnar að láta á sjá í einhverjum tilfellum. Almennt má lýsa öllum íbúðum á þennan veg: „íbúðir Búseta eru heilar (ekki nagla- eða spartlför í veggjum) og hreinar, tilbúnar til innflutnings". Alla jafnan þarf að heilmála íbúðir við skil, veggi, loft og stundum glugga. Þá Þarf að bóna (mögulega bónleysa fyrst) gólf og þrífa mjög vel.

Takist ekki að selja búseturéttinn á uppsagnartímanum ber Búseti hsf ábyrgð á búsetugjaldinu eftir að honum lýkur og hefur umráðarétt yfir íbúðinni. Endurgreiðsla á búseturétti getur dregist í allt að sex mánuði eftir að uppsagnarfresti lýkur. 

Þinglýst frumrit búsetusamnings með samþykki um aflýsingu á bakhlið VERÐUR að fylgja með þegar lyklum af íbúðinni er skilað. Áður en lyklum er skilað þarf íbúinn að panta úttekt. Búseti hsf, áskilur sér að úttekt og lagfæringar geti tekið allt að 7 daga eftir að íbúð er skilað. Íbúinn ber ábyrgð á búsetugjaldinu og kostnaði sem hlýst af lagfæringum, s.s. vegna málunar, þrifa og skemmda. 

Seljandi greiðir fyrir úttekt og silenderskipti skv. gjaldskrá. Íbúar geta keypt auka úttekt. Það getur komið sér vel að hafa tækifæri til að laga það sem betur má fara. Kostnaðurinn er sá sami en greiðist eingöngu af seljanda. 
Á skrifstofu liggur frammi gátlisti til að auðvelda við skil á íbúðum. 

Söluþóknun er kr. 125.000.- innifalin ein úttekt og sílenderskipti.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér