Tryggingar og tjón

Tryggingar og tjón: Þú berð ábyrgð á því að tryggja innanstokksmuni þína t.d. með heimilis- eða innbústryggingu.  Bruna- og húseigendatryggingin er hjá

Tryggingar og tjón

Tryggingar og tjón:

Þú berð ábyrgð á því að tryggja innanstokksmuni þína t.d. með heimilis- eða innbústryggingu.  Bruna- og húseigendatryggingin er hjá Tryggingamiðstöðinni og sér Búseti hsf um hana. Þú getur fengið tilboð í þínar tryggingar hjá TM í gegnum skrifstofu Búseta og hér á forsíðu.  TM býður afslátt þar sem nú þegar eru tvær tryggingar hjá þeim.

Þegar vatnstjón verður í íbúð er sjálfsábyrgðin á kostnað íbúa. Ef það kviknar í eða er brotist inn hjá þér tilkynnir þú það til viðkomandi lögreglustöðvar eða slökkviliðs.  Hafðu einnig samband við Búseta hsf. og við aðstoðum eftir atvikum vegna eftirmálanna.

Ef tjón verður er mikilvægt að bregðast strax við og tilkynna það TM (tjónavakt opin allan sólahringrinn) í síma 515-2000 eða 800-6700 og síðan á skrifstofu Búseta við fyrsta tækifæri. Sérstaklega er áríðandi að fyrirbyggja skaða þegar um vatnstjón er að ræða og ber íbúum skylda til að reyna lágmarka tjónið eins og mögulegt er.

 

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér