Verkefni húsfélags og húsfélagsþjónusta

Húsfélög í búseturéttaríbúðum hafa ákveðnum skyldum að gegna samkvæmt samþykktum og lögum. Í lögum og samþykktum er talað um búsetufélög sem húsfélög. Með

Verkefni húsfélags og húsfélagsþjónusta

Húsfélög í búseturéttaríbúðum hafa ákveðnum skyldum að gegna samkvæmt samþykktum og lögum. Í lögum og samþykktum er talað um búsetufélög sem húsfélög. Með þessu er verið að auka íbúalýðræði einstakra húsa sem og að íbúar njóti þess ef vel er gengið um. Þannig geta félögin (íbúar) haft áhrif á kostnað t.d. með því að sinna þrifum á sameign sjálf eða velja að kaupa þau þrif.

Húsfélögin kjósa sér stjórn og bera ábyrgð á rekstri húsfélagins. Meginskyldur húsfélagsins eru:

 • Rekstrarsjóður. Sinna og skipuleggja rekstur sameignar s.s. þrif, sláttur og ljósaperuskipti sem og að standa straum af öðrum kostnaði s.s. hita og rafmagni
 • Framkvæmdasjóður. Leggja til hliðar í framkvæmdasjóð húsfélagsins til að standa straum af endurmálningu sameignar, gólfefnaskiptum og öðru viðhaldi sameignar sem og lóðar og bílaplans.
 • Setja húsreglur og fylgja þeim eftir.
 • Skila árlega samþykktum ársreikningum og reikningsyfirlitum til skrifstofu Búseta
 • Halda húsfundi og aðalfund þar sem reikningar búsetufélagsins eru lagðir fram.
 • Önnur mál s.s. útleiga á sal eða stæðum í bílskýli.

Í auglýstu búsetagjaldi er þessi kostnaður innfalinn eins og hann hefur verið ákveðin af búsetufélaginu eða áætlaður þegar um nýjar íbúðir er að ræða. Hann getur bæði hækkað eða lækkað samkvæmt ákvörðun búsetufélagsins.

Dæmi um verkefni húsfélags:

 • Viðhald og endurnýjun gólfefna og málningar í sameign
 • Viðhald raflagna í sameign (rofar/tenglar, dyrasímakerfi)
 • Viðhald og endurnýjun hurða í sameign (ekki útidyrahurðir)
 • Viðhald og endurnýjun reykskynjara og slökkvitækja
 • Viðhald og endurnýjun lóðar - leita þarf samþykki Búseta fyrir stærri breytingum
 • Viðhald og endurnýjun bílastæða s.s. merking og málun
 • Viðhald og rekstur lyftu
 • Viðhald og rekstur annarrar sameignar s.s. salar og þvottahús ef það er til staðar

Listinn er ekki tæmandi

Húsfélagsþjónusta Búseta

Skrifstofa Búseta býður búsetufélögunum margvíslega þjónustu til að auðvelda þeim umsjón húsanna.

1. Gerð ársreiknings. Búseti tekur að sér gerð ársreiknings fyrir einstök húsfélög. Almenn ánægja er með þetta fyrirkomulag sem tryggir um leið hlutlausa yfirferð og afstemmingu bókhaldsgagna. Stjórnir fara síðan með tilbúinn ársreikning á aðalfund.

2. Skrifstofa Búseta býður húsfélögum að taka að sér hlutverk gjaldkera og bókara húsfélags. Þannig getur skrifstofan séð um alla helstu reikninga félagsins og greiðir tilfallandi reikninga samkvæmt ósk stjórnar félagsins. Með þessu fyrirkomulagi er hægt að draga úr þeirri hættu á að fjárdráttur eigi sér stað, en því miður er það alltaf ákveðin áhætta líkt og hjá öðrum húsfélögum í fjöleignarhúsum. Þessi þjónusta eykur því öryggi í kringum fjármál húsfélagsins.

3. Viðhaldþjónusta sameignar. Viðhaldsfulltrúar Búseta sinna margvíslegum verkefnum er snúa að viðahaldi í sameign.

Fyrir ofangreinda þjónustu er greitt samkvæmt verðskrá.

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér