- Búseturéttur almennt lán

Réttur til vaxtabóta fylgir búsetaíbúðum með almennum lánum.   Eins og almennt gerist í íslensku bótakerfi hafa tekjur og eignir rétthafa áhrif á upphæð

Búseturétturíbúð með almennu láni

Réttur til vaxtabóta fylgir búsetaíbúðum með almennum lánum.  

Eins og almennt gerist í íslensku bótakerfi hafa tekjur og eignir rétthafa áhrif á upphæð bótanna, sem og vaxtagjöldin sem greidd eru inni í búsetugjaldinu.

Vaxtabætur (gamla kerfið)

Skrifstofan sér um að koma vaxtagjaldaupplýsingum til skattsins og eru þær almennt forprentaðar á skattskýrslu rétthafa.  Bæturnar eru síðan greiddar út í ágúst ár hvert.

Fyrirframgreiddar vaxtabætur (nýja kerfið) 

Frá og með árinu 1999 hafa kaupendur búseturéttar geta valið hvort þeir sækja um fyrirframgreiðslu vaxtabóta, ef þeir gera það ekki falla þeir sjálfkrafa inn í gamla vaxtabótakerfið.

Til að sækja um fyrirframgreiðslu vaxtabóta þarf rétthafi að fylla út umsóknareyðublað frá Ríkisskattstjóra og koma því til skattstjóra í viðkomandi bæjarfélagi.  Ljósrit af þinglýsta búsetusamningnum verður að fylgja umsókninni.  Skattstjóri kallar síðan eftir upplýsingum um lánaþáttinn til skrifstofunnar.

Ekki þýðir að sækja um fyrirframgreiddar vaxtabætur vegna lána sem tekin voru til að fjármagna búseturéttinn nema þau hafi verið veðlán.  Ef tekin voru einhver önnur lán til að fjármagna búseturéttinn er hægt að setja þau á næstu skattskýrslu og fá vegna þeirra vaxtabætur í ágúst árið eftir kaupin.

Fyrirframgreiddar vaxtabætur eru greiddar út í febrúar, maí, ágúst og nóvember.  Fyrsta greiðslan kemur að jafnaði 6 mánuðum eftir að sótt er um bæturnar.   Ágústmánuður er eftir sem áður uppgjörsmánuður sem miðast við skattskýrslu.  Einnig má á það benda að skattayfirvöldum er heimilt að nota vaxtabætur til skuldajöfnunar vegna ógreiddra opinberra gjalda.

Reiknivél RSK v. vaxtabóta

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér