Flutt inn í íbúð

Skrifstofa Búseta hsf. lætur þinglýsa búsetusamningnum og sendir tilkynningu til orkuveitunnar og formanns húsfélagsins. Eftirfarandi atriðum þarf íbúi að

Flutt inn í íbúð

Skrifstofa Búseta hsf. lætur þinglýsa búsetusamningnum og sendir tilkynningu til orkuveitunnar og formanns húsfélagsins. Eftirfarandi atriðum þarf íbúi að huga að:

  • Merkja bjöllu og/eða póstkassa
  • Tilkynna flutning á lögheimili til Þjóðskrár.
  • Kynna sér húsreglur og lög um fjöleignahús.
  • Við mælum eindregið mér því að fólk tryggi innbú sitt gagnvart tjóni með innbústryggingu, en bruna og húseigendatrygging hjá Tryggingamiðstöðinni er innifalin i mánaðarlegu Búsetugjaldi. Hægt er að fá tilboð frá Tryggingamiðstöðinni ef fólk bætir við einni tryggingu eða fleirum.  Umsókn um tilboðið fer fram í gegnum skrifstofuna.
  • Vegna flutnings á síma á að vera nóg að hringja í sitt símafélag og tilkynna þeim símanúmer fyrri íbúa (númerið stendur á afhendingablaðinu) og númerið sem flytja á. Almennt á ekki að þurfa mann á staðinn.
  • Sjónvarpstengi eiga að vera tilbúin til notkunnar. Misjafnt er hvernig loftnetskerfi er í húsunum en almennt er komið breiðband í nýrri hús. Ekki er sjálfgefið að búið sé að draga síma- og sjónvarpslagnir í öll síma-og sjónvarpstengi íbúðar og hugsað sem möguleg viðbót ef íbúar kjósa. Íbúum er frjálst að draga í þessar lagnir á eigin kostnað.

 

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér